Mikil úrkoma í kortunum á Austfjörðum

Gul veðurviðvörun er áfram í gildi á Austfjörðum en spáð er mjög mikilli úrkomu þar í dag. Á kortinu sem fylgir með þessari frétt má sjá stöðuna eins og hún er talin verða um fjögurleytið.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni segir m.a. að tæpir 60 mm af regni hafi mælst í Neskaupstað í nótt. Miðað við framangreint kort má búast við enn meiri úrkomu á þeim slóðum í dag.

Hvað veðurviðvörunina varðar segir á vefsíðu Veðurstofunnar: „Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.