Mikið af húsbílum með Norrænu í morgun

Yfir sex hundruð farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun en ferðin var sú fyrsta sem ferjan siglir samkvæmt sumaráætlun. Fullfermi var með ferjunni.

Um borð í ferjunni voru 310 bílar og 616 farþegar. Heldur færri fóru með henni út, 150 bílar og 400 farþegar. Norræna stoppaði í þrjá tíma og gekk afgreiðsla hennar vel fyrir sig.

Mikið var um húsbíla í ferðinni og ljóst að hinir hefðbundnu sumarferðalangar voru fyrirferðamestir.

Ferjan er reyndar full stóran hluta ársins, breytingin milli mánaða felst í hve stór hluti eru farþegar og farmur. Í mars, apríl, september og október eru áberandi rútuferðir.

Þá eru um 10 rútur um borð, ferjan stoppar í tvo daga og er farið í dagsferðir á Mývatn og upp í Fljótsdal en að kvöldi komið aftur til Seyðisfjarðar og gist um borð. Í morgun voru aðeins tvær rútur um borð sem eru á leið í vikuferð um landið.

Síðasta ferðin í sumaráætluninni verður þann 23. ágúst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.