Möguleikar á yfir 25 stiga hita í dag

hallormsstadarskogur.jpg

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir mögulegika á að yfir 25 stiga hiti mælist á Austurlandi í dag. Hitinn komst loksins upp fyrir 20°C á svæðinu í gær.

 

Hlýindin eru kærkomin eftir óvenjukaldan og hvítan júnímánuð. Einar segir reyndar á bloggsíðu sinni  að þar sem suðvestanvindurinn sé að færast í aukana sé útlit fyrir hlýjasta dag sumarsins á landsvísu.

„Fari svo að sólin nái að skína norðaustan- og austanlands meira og minna allan daginn og hafgolan nái sér ekki á strik eru talsverðar líkur til þess að einhver veðurstöðin í þessum landshlutum rjúfi 25 stiga múrinn.“

Hitinn á sjálfvirka mælinum á flugvellinum á Egilsstöðum sýndi 21°C í gær en hafgolan kældi menn niður á fjörðunum.
 
Útlit er samt fyrir skammvinna sælu að þessu sinni þar sem spáð er norðanátt og rigningu frá og með fimmtudegi. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.