Loðnuvinnslur í startholunum

Fyrirtæki sem stunda vinnslu úr loðnuafurðum hér eystra eru nú sem óðast að búa sig undir loðnuvertíðina. Þó hafa einhver fyrirtæki þegar hafið vinnslu, til dæmis Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og Síldarvinnslan á Norðfirði, mest þó frá norskum skipum sem eru fyrr á ferðinni vegna þess að þau mega ekki veiða sunnan 64. breiddargráðu.

brslan_og_skipin.jpgÁ Eskifirði er loðnuvinnslan ekki hafin að neinu marki. Að sögn Páls Snorrasonar framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Eskju, er beðið eftir að loðnan verði hæf til hrognaskurðar, sem hann vonar að verði innan tveggja vikna.  Nú er Aðalsteinn Jónsson kominn á loðnumiðin og frystir loðnu um borð og er væntanlegur til hafnar fljótlega.  Síðan verða skip Eskju, Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjartansson tilbúin til veiða um leið og hrognafylling loðnunar verður skurðarhæf, en það eykur verðmæti loðnuaflans til mikilla muna.

Hjá HB Granda á Vopnafirði er loðnuvinnslan ekki hafin enn.   Verið er að klára að gangsetja loðnublæðsluna þar eftir miklar endurbætur og stækkun.   Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar deildarstjóra uppsjávardeildar HB Granda er reiknað með því að verksmiðjan verði gangsett í kring um 20. febrúar.  Verksmiðjan er samsett úr þremur verksmiðjum sem HB Grandi átti fyrir á Vopnafirði, Reykjavík og Þorlákshöfn en stærstur hluti aðfluttu tækjanna kemur úr verksmiðjunni sem var í Reykjavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.