Lokun Sundabúðar: Hart vegið að samfélaginu

ImageUndirskriftarsöfnun er farin af stað á Vopnafirði til að mótmæla fyrirhugaðri lokun hjúkrunarheimilisins Sundabúðar. Oddviti hreppsnefndar segir starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins og þingmenn Norðausturkjördæmi sammála um að lokunin megi ekki verða að veruleika.

 

Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, segir að heilbrigðisráðuneytið hyggist skoða forsendur framlaga til hjúkrunarheimilisins Sundabúðar. Fyrirhugaðri lokun þess hefur verið harðlega mótmælt.

Þetta voru niðurstöður af fundi Þórunnar með aðstoðarmanni ráðherra og starfsmanni ráðuneytisins í seinustu viku. „Hann gekk í sjálfu sér ágætlega,“ segir hún um fundinn í samtali við Agl.is.

„Niðurstaðan er sú að skoða á RAI mat hjá Sundabúð og kanna forsendur framlaga til stofnunarinnar. Auk þess hyggjast fulltrúar ráðuneytisis hafa samband við forsvarsmenn HSA.“

Í bókun frá seinasta fundi hreppsnefndar segir að bæði þingmenn Norðausturkjördæmis og fulltrúarráðuneytisins séu sammála um að ekki megi loka Sundabúð.

Í bréfi sem sveitarstjórnin sendi Vopnfirðingum um helgina eru þeir hvattir til samstöðu. Undirskriftarsöfnun er hafin til að mótmæla lokuninni.

„Eins og öllum er kunnugt er nú hart að samfélagi okkar vegið með boðunum um mögulega lokun legudeildar Sundabúðar. Sveitarstjórn Vopnafjarðar líkt og öllum Vopnfirðingum finnst þetta ekki koma til greina og getur engan veginn sætt sig við þessar áætlanir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.