Loftbrúin sparað Austfirðingum rúmar 80 milljónir

Austfirðingar hafa sparað sér rúmlega 80 milljónir króna á flugfargjöldum á því rúmlega ári sem Loftbrúin svokallaða hefur verið við lýði.

 

Sem kunnugt er tók ríkið þá ákvörðun að niðurgreiða allt að sex flugleggi á ári um 40 prósent fyrir fólk úti á landi en verkefnið fór fyrst í loftið í september á síðasta ári. Hugmyndin að bæta aðgengi lands­byggðar að miðlægri þjónustu í höfuð­borginni.

 

Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni sem heldur utan um Loftbrúarverkefnið, hafa frá upphafi tæplega 40 þúsund manns notfært sér afsláttinn og þannig sparað sér alls rúmar 250 milljónir króna. Af þeim hafa Austfirðingar, þeir sem flogið hafa frá Egilsstöðum eða til Egilsstaða á afsláttarkjörum, sparað rúmlega 80 milljónir hingað til. Þá hefur nokkur fjöldi íbúa á Vopnafirði og Þórshöfn einnig notið góðs af afsláttarfargjöldum frá þeim stöðum gegnum Akureyri.

 

Athygli vekur í tölfræði vegna Loftbrúarinnar hingað til að yngra fólk er mun líklegra til að nýta sér þetta en þeir sem eldri eru. Lætur nærri að af þeim 40 þúsundum sem hafa alls nýtt sér Loftbrúnna eru tæplega 25 þúsund þeirra undir fertugu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.