Löndunarkrani álversins ónothæfur

Skemmdir urðu á súrálslöndunarkrana álvers Alcoa Fjarðaáls við Mjóeyrarhöfn í gær. Kraninn er ónothæfur og er lagt kapp á að koma honum í gang áður en næsta súrálsskip kemur.

Samkvæmt upplýsingum frá álverinu skemmdust bómur kranans. Verið er að kanna skemmdirnar og hvernig þær urðu. Engin slys urðu á fólki. Unnið er með framleiðanda kranans að því að koma viðgerðum sem fyrst af stað.

Kraninn heldur uppi ryksöguröri sem fer ofan í lestir skipa og sogar upp þurrefni sem þar eru. Hann gegnir lykilhlutverki við löndun úr súrálsskipun sem flytja lykilhráefnið til vinnslunnar.

Skemmdirnar eru þó töluverðar því vel sést að bómurnar eru bognar, eftir því sem Austurfrétt kemst næst.

Ekki er talið að óhappið hafi áhrif á framleiðslu álversins en stefnt er á að kraninn verði kominn í lag áður en næsta súrálsskip kemur til landsins á fimmtudag.

Kraninn er lengst til hægri. Mynd úr safni


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.