Ljósleiðari milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar

Í dag var staðfest samkomulag um framlög fjarskiptasjóðs til framkvæmda Neyðarlínunnar sem meðal annars fela í sér lagningu ljósleiðara milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar.

Samkomulagið staðfestu Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, Páll Jóhann Pálsson, formaður stjórnar fjarskiptasjóðs og Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, fyrr í dag. Lagning ljósleiðara er fyrri hluti hringtengingar á Austfjörðum og mun bæta öryggi og búsetuskilyrði íbúa í Mjóafirði.

Í heild er um að ræða 71 m.kr. framlag fjarskiptasjóðs til verkefna Neyðarlínu árið 2019. Verkefnin eru þrjú; Lagning ljósleiðara milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, lagning ljósleiðara frá Bláfellshálsi á Kili að Kerlingarfjöllum og Hveravöllum og bygging þriggja fjarskiptastaða til að bæta farsímaþjónustu á svæðum vestan við Snæfellsjökul.

Fjarskiptasjóður og Neyðarlínan hafa átt samstarf um uppbyggingu fjarskiptainnviða utan markaðssvæða í yfir 10 ár. Samstarf fjarskiptasjóðs og Neyðarlínu um lagningu ljósleiðara hefur jafnframt aukist síðustu ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.