Lítils háttar hreyfingar utan Búðarhryggs en allt með kyrrum kjörum á Eskifirði

Grannt er fylgst með skriðuhættu á Seyðis- og Eskifirði af hálfu sérfræðinga Veðurstofu Íslands en lítils háttar hreyfingar mældust utan Búðarhryggs á Seyðisfirði í gær.

Þetta kemur fram í nýjum stöðupistli á bloggvef Veðurstofunnar en óvissustigi var lýst yfir í fyrradag. Mæld grunnvatnsstaða á báðum ofangreindum stöðum hefur verið há undanfarið og segir reyndar að líklegt sé að staðan sé há alls staðar á Austurlandinu eftir mikla úrkomu í langan tíma.

Í nóvembermánuði  hafa hreyfingar almennt ekki verið miklar, mest um fimm sentimetra í Búðarhrygg en hreyfingar utan hryggsins hafa að mestu verið litlar þó hreyfingar hafi orðið vart í gærdag. Óverulegar hreyfingar hafa mælst í hlíðum Eskifjarðar síðustu vikur.

Spár gera ráð fyrir lítilli úrkomu austanlands í dag og til morguns þegar úrkomuskil ganga yfir fjórðunginn og rigna mun fram á sunnudag. Útlit er fyrir að þurrt verði eftir helgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.