Lögreglan ekki í nokkrum vafa um sekt hins handtekna

manndrap_domari_07052013.jpg
Lögregla er sögð sannfærð um sekt karlmanns á þrítugsaldri sem er í haldi grunaður um að hafa ráðið nágranna sínum í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum bana aðfaranótt þriðjudags. 

Lögregla hefur staðfest að hinum 59 ára Karli Jónssyni blæddi út. Fréttablaðið greinir frá því að lögregla hafi fundið stóran eldhúshníf í íbúð hins myrta sem talinn sé hafa verið notaður við verknaðinn. 

Tæknideild lögreglunnar tjaldið yfir svalir íbúðarinnar en sá myrti mun hafa fundist þar. Vettvangsrannsókn er nú lokið.

Sá grunaði var handtekinn í búð sinni skömmu eftir að lögregla kom á vettvang um klukkan átta á þriðjudagsmorgun. Ekki hefur verið staðfest á hvaða grundvelli hann var þá handtekinn en hann hafði ónáðað íbúa í blokkinni með háreysti kvöldið áður.

Hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald að lokinni yfirheyrslu á þriðjudagskvöld. Játning liggur ekki fyrir en Fréttablaðið segir lögreglu „ekki í nokkrum vafa um sekt hans og telur atburðarásina liggja ljósa fyrir.“

Blaðið segir enn fremur að lögregla hafi fundið föt heima hjá unga manninum sem hann sé talinn hafa klæðst við verknaðinn og þeim blóð úr hinum myrta.

Lögreglan ræddi við nágranna mannanna tveggja í Blómvangi 2 fram eftir þriðjudagskvöldi. Íbúar, sem Austurfrétt hefur rætt við, segjast hafa verið spurðir um hvað þeir þekktu til mannanna tveggja. Þá voru þeir spurðir út í hvort þeir könnuðust við brennd föt, úlpu og buxur.

Facebook-síða hins grunaða var tekin niður seinni part þriðjudags. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.