Leit hafin að einstaklingi frá Eskifirði

Leit er nú formlega hafin að einstaklingi búsettum á Eskifirði sem ekkert hefur spurst til um tíu daga skeið samkvæmt upplýsingum Austurfréttar.

Upplýsingar eru af skornum skammti vegna málsins að svo stöddu en Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu, staðfestir að leit sé í gangi. Engin staðfesting hefur borist frá lögreglu.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst er hér um að ræða Íslending sem búsettur hefur verið á Eskifirði um nokkra hríð og starfar í nágrenninu. Hann er þó frá suðvesturlandi en ekki erlendur aðili eins og fyrstu upplýsingar gáfu til kynna.

Leitað er við sjó og í fjallendi á Eskifirði en þar sást síðast til mannsins fyrir rúmum ellefu dögum síðan.

UPPFÆRT kl. 14.00 þann 7. mars: Engar upplýsingar fást frá lögreglu um leitina né hefur formlega verið lýst eftir viðkomandi einstaklingi. Leit heldur þó áfram af hálfu björgunarsveita.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.