Landsbankinn boðar til opins fundar á Reyðarfirði

steinthor-palsson-web.jpgSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, verður meðal framsögumanna á opnum fundi sem bankinn stendur fyrir á Reyðarfirði klukkan 20:00 í Safnaðarheimilinu miðvikudaginn 15. febrúar.

 

Steinþór mun fjalla um stefnu Landsbankans, hlutverk hans og framtíðarsýn en sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um nýsköpun og frumkvæði í atvinnulífinu með það fyrir augum að ýta undir frumkvæði og framtakssemi.

Nýsköpunarþjónusta Landsbankans verður kynnt en einnig munu tala á fundinum Helga Valfells framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs sem fjalla mun um Nýsköpunarumhverfið á Íslandi og fulltrúar nýrra spennandi fyrirtækja ræða reynslu sína.

Það eru þau Gunnar Rafn Birgisson hjá Atlantik og Sigurður Óli Hilmarsson hjá Grindavík Experience.

Atlantik ferðaskrifstofan býr að 30 ára reynslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er leiðandi í þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa og í skipulagningu hvataferða, auk viðburða, vörukynninga, funda og ráðstefna. Atlantik hefur yfir að ráða mjög sérhæfðum hugbúnaði til vinnslu bæði hvataferða og ráðstefna. Hjá fyrirtækinu starfa 15 manns. Sérhæfing starfsmanna Atlantik nær allt frá því að skipuleggja dagsferðir fyrir farþega skemmtiferðaskipa, til mörg hundruð manna hvataferða, þar sem ótrúlega fjölbreytt afþreying er í boði.

Grindavík Experience (Upplifðu Grindavík) var stofnað 28. október 2008 af fjórtán ferðaþjónustuaðilum í Grindavík. Aðdragandann að stofnun Grindavík Experience má rekja til þátttöku margra þessara aðila að námskeiðinu Hagvöxtur á Heimaslóð fyrir Suðurnes (HH-verkefni) á vegum Útflutningsráðs í byrjun árs 2008 og þeirra hugmynda sem þar kviknuðu. Markmiðið með klasasamstarfi Grindavík Experience (GE) er að byggja á þessari sterku og jákvæðu ímynd Grindavíkur og styrkja hana í sessi til að efla ferðaþjónustu í Grindavík og á Suðurnesjum og fjölga þar störfum. Meginmarkmiðið er að kynna gististaði, veitingahús og aðra grunnþjónustu fyrir ferðamenn. Afþreyingu, s.s. söfn og sýningar, gönguferðir, hjólaferðir og aðra útivistarmöguleika. Sérstæða náttúru, merka jarðsögu og menningarminjar innan sveitarfélagsins.

Landsbankinn efndi til opinna funda á 9 stöðum um land allt fyrir ári og þá sóttu um 800 manns. Jafnframt átti bankinn fundi í 25 sveitarfélögum með sveitarstjórnarmönnum, atvinnuþróunarfélögum og fleirum til að leita uppi góðar hugmyndir sem bankinn gæti lagt lið. Þessi fundaferð sem nú hefst er framhald þessar funda og þeirrar stefnumótunar Landsbankans að vera hreyfiafl í samfélaginu og ýta undir endurreisn atvinnulífs og fjölgun starfa í landinu, jafnt í þéttbýli og dreifbýli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.