Laga þarf gólf Lagarfljótsbrúarinnar

Ljóst er að ráðast þarf í lagfæringar á gólfi brúarinnar yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar, um ári eftir að endurbótum á því lauk.

Þetta staðfestir Sveinn Sveinsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, í samtali við Austurfrétt.

Veturinn 2019-20 var skipt um gólfið, nýtt timbur sett á en ekki vírnet ofan á eins og var. Ekki löngu eftir að verkinu var lokið fór gólfið að grafast niður og verða óslétt.

Sveinn segir ljóst að skipta þurfi um timbur í hjólförunum og setja vírnet ofan á. Ekki er fyllilega ljóst hvenær farið verður í verkið en beðið er eftir að brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar losni úr öðrum verkum.

Aðspurður um hvort ekki sé óeðlilegt að ending brúargólfsins sé ekki lengri svarar Sveinn að svo virðist sem erfiðra að sé jafn gott timbur og áður fyrr. Þótt kröfur séu settar þegar óskað er efir tilboðum í efni dugir það ekki til.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.