Kristveig nýr formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

kristveig_sigurdardottir_vatnajokulsthjordgardsformadur.jpgKristveig Sigurðardóttir er nýr formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og Rósa Björk Halldórsdóttir varaformaður. Anna Kristín Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður, lét af störfum að eigin ósk.

 

Kristveig hefur starfað hjá Almennu verkfræðistofunni frá árinu 2007 og er formaður Vistbyggðarráðs. Hún vann áður við landvörslu í Jökulsárgljúfrum. Kristveig er með B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og Civ.Ing próf frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi þar sem lokaverkefni hennar fjallaði um skipulag þjóðgarða.

Rósa Björk Halldórsdóttir er verkefnastjóri hjá Vatnajökull Travel en starfaði sem framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls þar til í september á þessu ári.

Umhverfisráðherra skipar formann og varaformann stjórnar Vatnajökulsþjóðgars. Aðrir í stjórn eru formenn fjögurra svæðisráða þjóðgarðsins og fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum. Einn fulltrúi tilnefndur af útivistarsamtökum á áheyrnaraðild að fundum stjórnarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.