Kosningaútvarp á Fljótsdalshéraði

Í dag hófust útsendingar á kosninga- og Eurovisionútvarpi frá Sláturhúsinu á Eglsstöðum. Hafdís Erla Bogadóttir sendir út á tíðninni 103,2, sem næst á Egilsstöðum og í næsta nágrenni.

 

hafdis-erla_bogadottir.jpgSent verður út frá klukkan 13-22 frá þriðjudegi til laugardags. Hafdís segir að dagskráin verði fyrst og fremst létt tónlist í bland við alvöru umræður.

"Við reynum að nálgast frambjóðendur á annan hátt en tíðkast og kynnumst vonandi hæfileikum eirra á hinum ýmsu sviðum. Hlustendur geta tekið þátt í með að senda inn hugmyndir, spurningar sem brenna á þeim til frambjóðenda og svo framvegis. Við kveikjum að sjálfsögðu Evrovision steminguna hjá hlustendum, verðum með getraunir og eitthverjar óvæntar ppákomur. Dagskráin verður spiluð að fingrum fram og vonum við að sem flestir taki átt í þessu tilraunaverkefni til að lífga uppá bæinn okkar," segir Hafdís.

Í dag klukkan fjögur verður spurningakeppni milli frambjóðenda. 

Einnig er hægt að hlusta á vefútsendingu hér , með því að velja kosningaútvarp og smella á slóðina sem birtist.

Tekið er á móti auglýsingum,, spurningum til frambjóðenda sem og hugmyndum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 848-1610.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.