Knattspyrna: Markalaust jafntefli í Grindavík

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gerði í gær markalaust jafntefli við Grindavík í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Liðið fær bikarmeistara Breiðabliks í heimsókn á sunnudag í 16 liða úrslitum keppninnar.

Eftir leikinn í gær er Austfjarðaliðið enn í efri hluta deildarinnar, með sjö stig úr fjórum leikjum. Næsta lið á eftir er Grindavík með fjögur stig.

Hlé er á deildinni um helgina vegna bikarsins. Breiðablik, bikarmeistarar síðasta sumars sem í haust léku í Meistaradeild Evrópu, koma í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina á sunnudag klukkan 13.00. Þrír fyrrum leikmenn frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni, þær Telma Ívarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Heiðdís Lillýardóttir, spila með Blikum.

Einherji tapaði 1-4 fyrir Gróttu í annarri deild kvenna í gær. Mark Einherja var sjálfsmark mótherjanna eftir um hálftímaleik. Með því jafnaði Einherji leikinn en lenti aftur undir skömmu fyrir leikhlé. Gestirnir skoruðu síðan tvö mörk undir lok leiksins.

Spyrnir tekur á móti Einherja á Fellavelli í kvöld í fjórðu deild karla en í henni heimsækir BN Hamrana á Akureyri á morgun.

Í annarri deild karla tekur Höttur/Huginn á móti Víking Ólafsvík á morgun meðan KFA spilar gegn Ægi í Þorlákshöfn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.