Keyrt á álftina við Kross

Lögreglan hefur staðfest að árekstur hafi banað álft sem fannst á veginum neðan við bæinn Kross í Fellum í gærmorgun. Ökumenn eru áminntir að fara varlega þar sem dýr safnast saman við vegi um þetta leyti árs.

Greint var frá dauða álftarinnar í frétt RÚV í gær. Álftapar hefur haldið til á vatni við Kross árum saman en í gær var komið að karlfuglinum dauðum í vegkantinum. Málið var tilkynnt til lögreglu þar sem gat á höfðu fuglsins þótti benda til þess að hann hefði verið skotinn.

Seinni partinn í gær gaf ökumaður sig fram við lögreglu og sagðist hafa keyrt á álft á þessum slóðum í gærmorgunn en láðst að tilkynna atvikið til lögreglu.

Vegna gruns um skotáverka var dýralæknir fenginn til að meta hvað banað hefði álftinni, sem er friðaður fugl. Niðurstaðan var að áverkarnir bentu til áreksturs.

Í tilkynningu frá lögreglu eru áréttuð tilmæli til ökumanna um að fara varlega þar sem dýr safnast gjarnan við vegi á þessum árstíma svo sem hreindýr, sauðfé og fugla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.