
Kanna hvort mygla er í íþróttahúsi Eskifjarðar
Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur fengið verkfræðistofuna EFLU til að taka sýni úr íþróttahúsinu á Eskifirði til að kanna hvort þar leynist einhver mygla. Það mál er í forgangi.
Þetta kom fram á íbúafundi Fjarðabyggðar í liðinni viku en mikil óánægja hefur verið með mikinn og ítrekaðan leka í íþróttahúsinu og það þrátt fyrir að viðgerðir á húsinu hafi átt sér stað í sumar. Sumir hafa haft áhyggjur af hugsanlegri myglu í húsinu og nú skal ganga úr skugga um hvort það sé raunin. Aukinheldur er áfram unnið að úrbótum á þakrennum hússins þaðan sem leki undanfarin vikur hefur komið.
Fjarðabyggð hefur einnig, eins og komið hefur áður fram, fengið aðra verkfræðistofu, Mannvit, til að gera úttekt á viðhaldsþörf alla íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu og skal ljúka þeirri úttekt fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggar í næsta mánuði.