Skip to main content

Jón Björn Hákonarson lætur af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. feb 2023 13:22Uppfært 20. feb 2023 13:28

Í tilkynningu á heimasíðu Fjarðabyggðar segir að Jón Björn Hákonarson muni láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar eftir að hafa gegnt starfinu í rúm 2 ár. Jón er einnig oddviti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð en flokkurinn myndar meirihluta í bæjarstjórn ásamt Fjarðalistanum.

Í tilkynningunni segir að Jón Björn Hákonarson hafi óskað eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í framhaldi af starfslokum hans sem bæjarstjóri mun hann óska eftir leyfi frá störfum frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar út árið 2023. Bæjarráð varð að þeirri ósk og munu starfslok hans verða í mars.

Í tilkynningunni segir jafnframt að vinna sé þegar hafinn að ráðningu nýs bæjarstjóra.