Jón Björn forseti bæjarstjórnar - Jens Garðar formaður bæjarráðs

ImageJón Björn Hákonarson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, verður næsti forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason, oddviti sjálfstæðismanna, formaður bæjarráðs. Listarnir hafa náð saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Auglýst verður eftir bæjarstjóra.

 

Þetta staðfestu talsmenn flokkanna við agl.is í kvöld. Stjórnir og framboðslistar félaganna hafa samþykkt drög að málefnasamningi. Lokið verður við samninginn á næstu dögum og hann birtur á vef sveitarfélagsins þegar ný bæjarstjórn tekur við 15. júní.

Jón Björn Hákonarson, oddviti B-lista, verður forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason, oddviti D-lista, formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu. Fullt jafnræði á að verða með framboðunum með skiptingu verka í hinum nýja meirihluta.

Auglýst verður eftir nýjum bæjarstjóra í Fjarðabyggð í júní.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.