Ítreka grímunotkun í verslunum

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hefur ítrekað grímuskyldu, þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks, við verslunarrekendur á svæðinu. Aðgerðastjórnin telur æskilegt að viðskiptavinir verslana beri almennt grímur fyrir vitum sér.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar. Þar kemur fram að reglunni hafi ekki alltaf verið fylgt, meðal annars á annatíma matvöruverslana. Þess vegna hafi hún verið áréttuð við eigendur verslana en einnig sé nauðsynlegt að ítreka hana við íbúa.

„Markviss grímunotkun okkar í verslunum og annars staðar þar sem erfitt er að tryggja 2 m fjarlægðarmörk getur því orðið eitt af því sem tryggir þig og þá sem þú umgengst og síðast en ekki síst áframhaldandi gott ástand á svæðinu. Má segja að það gildi á öllum tímum í matvöruverslunum en sérstaklega á annatímum,“ segir í tilkynningunni.

Ekkert virkt Covid-19 smit er á Austurlandi en fjórir einstaklingar í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.