Í beinni: Jafnréttismál í brennidepli á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins

Jafnréttismál verða í öndvegi á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi sem haldinn verða í Valaskjálf í dag.

Það eru Landsvirkjun, Alcoa Fjarðaál og Austurbrú sem standa að baki sjálfbærniverkefninu sem mælir breytingar á efnahag, umhverfi og samfélagi á Austurlandi í kjölfar stóðiðjuuppbyggingu.

Árlega er fundað um stöðu verkefnisins, farið yfir mælingarnar og rætt um ákveðinn anga þess, að þessu sinni jafnréttismál. Í dag munu sérfræðingar Jafnréttisstofu, Austurbrúar, Landsvirkjunar og Alcoa Fjarðaáls fjalla um jafnrétti frá ýmsum sjónarhornum.

Meðal þeirra sem flytja erindi í dag er Tinna K. Halldórsdóttir frá Austurbrú sem horfir á Austurland með kynjagleraugum. Hún notast meðal annars við samantekt sem gerð var fyrir árin 2017-18 á launamun kynjanna og stöðu kvenna í stjórnunarstöðum á Austurlandi.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu verður með erindið „Jafnrétti í vegferðinni að sjálfbærni.“ Hún mun fjalla um tengsl jafnréttis og sjálfbærni, stöðu jafnréttismála og þær áskoranir sem staðið er frammi fyrir til að tryggja sjálfbæra þróun.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir mun fara yfir stöðuna á jafnréttismál hjá Alcoa Fjarðaáli. Hún fjallar um helstu áhersluþætti fyrirtækisins í jafnréttismálum, samstarf við Empower við innleiðingu jafnréttisvísis og aukna meðvitund um stöðu og þarfir hinsegin fólks.

Fundurinn verður haldinn í Þingmúla í Valaskjálf á Egilsstöðum og stendur frá 10-14. Hann er öllum opinn. Upplýsingar, sem safnað hefur verið á vegum verkefnisins, eru á www.sjalfbaerni.is. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.