Hvetja stjórnendur til að skoða hvort hallað hafi undan fæti í smitvörnum.

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur stjórnendur fyrirtækja, verslana og stofnana til að fara yfir smitvarnir á sínum stöðum og hvort hallað hafi undan fæti í þeim síðustu vikur.

Er þar meðal annars vísað til fjarlægðarmarka, aðgengis að spritti fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn, sprittnotkun á snertifleti og svo framvegis.

Þetta gerir aðgerðastjórnin í ljósi breyttra aðstæðna í baráttunni gegn Covid-19. Níu Austfirðingar voru síðasta föstudag settir í sóttkví vegna hópsmits sem upp kom á höfuðborgarsvæðinu.

Þá eru eigendur veitingahúsa og skemmtistaða á að samkvæmt gildandi lögum í landinu megi þeir ekki hafa opið lengur en til klukkan 23:00 á kvöldin.

„Leiðbeiningar varðandi smitvarnir eru einfaldar en skilvirkar. Hjálpumst að við halda þær. Þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir í tilkynningu aðgerðastjórnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.