Hvassviðri og kuldi austanlands á sunnudaginn

Svo virðist sem veturinn hafi ekki alveg sagt skilið við Austfirðinga því Veðurstofa Íslands hefur birt gula veðurviðvörun fyrir svæðið næsta sunnudag.

Sú viðvörun gildir um Austurland að Glettingi en nær ekki til fjarðanna enda um hvassa vestan- og norðvestanátt að ræða allan þann dag. Vindhraði gæti náð átján metrum á sekúndu þegar verst lætur og gerir Veðurstofan ráð fyrir slyddu og jafnvel snjókomu á fjallvegum. Skyggni verður takmarkað og hálka talin líkleg. Fólk er hvatt til að leggja ekki í langferðir á þessum slóðum á vanbúnum bílum.

Viðvörunin nær ennfremur til Norðurlands eystra og vestra auk stórs hluta hálendisins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.