Hitaveita í Eiða loks að veruleika

Ráð er fyrir gert af hálfu HEF að hafist verði handa við lagningu heitavatnslagnar frá Egilsstöðum til Eiða á vormánuðum og að heitt vatn verði komið í krana íbúa svæðisins í októberlok á næsta ári.

Samkvæmt upplýsingum frá Aðalsteini Þórhallssyni, framkvæmdastjóra HEF, er gert ráð fyrir að kostnaður við verkið í heild verði kringum 200 milljónir króna. Enn á eftir að ná samningum við landeigendur en viðræður við þá hefjast strax í næsta mánuði. Um sama leytið verður einnig farið í útboð efnis og framkvæmda.

Skortur á hitaveitu hefur löngum staðið starfsemi að Eiðum fyrir þrifum hvort sem um hefur verið að ræða hótelið eða orlofsíbúðir á svæðinu. Hitaveita var einmitt nefnd sem mikilvægur hluti þess til að koma Eiðum raunverulega á stall á ný sem áfangastaður ferðamanna þegar nýir eigendur keyptu jörðina fyrir rúmu ári síðan. Áætlanir HEF gera einnig ráð fyrir að heitavatnslögnin nái alla leið að þeim mörgu orlofshúsum sem þar eru til staðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.