Hinrik Nói í Upptaktinn fyrir hönd Austurlands

Það verður hinn þrettán ára gamli Hinrik Nói Guðmundsson úr Tónlistarskólanum á Egilsstöðum sem taka mun þátt í Upptaktinum 2024 fyrir hönd Austurlands.

Þetta var kunngjört í gær en verk Hinriks Nóa, sem lært hefur á saxafón um hríð, var eitt af átta lögum að austan sem send voru suður til yfirlegu. Þar voru teknar ákvarðanir um hvaða lög skyldu njóta áframhaldandi vinnu með tónskáldum og tónlistarfólki áður en þau eru svo frumflutt á Upptaktinum sem er hluti af Barnamenningarhátíðinni í Hörpu þann 26. apríl. Alls bárust 59 verk í heildina en einungis þrettán þeirra verða flutt á sviðinu í Hörpu.

Upptakturinn á Austurlandi var sem fyrr haldinn í Tónlistarmiðstöð Austurlands með stuðningi úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Hinkrik Nói fékk í kjölfar þess tækifæri á að vinna lag sitt frekar í Studíó Síló á Stöðvarfirði og fær drjúga aðstoð í viðbót frá fagtónlistarfólki sunnanlands áður en lokaútgáfa lagsins hljómar í Hörpu.

Hinkrik Nói við æfingar í Studíó Síló í febrúar. Það skilaði sér í því að hann mun heyra lag sitt hljóma á Hörpu í næsta mánuði. Mynd Menningarstofa Fjarðabyggðar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.