Hildur Þórisdóttir efst hjá Austurlistanum

Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, leiðir lista Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Félagsfundur sem haldinn var á Egilsstöðum í dag samþykkti tillögu uppstillingarnefndar um framboðslistann.

„Afar mikilvægt er að sameiningin verði farsæl og stuðli að sterkari stjórnsýslu. Þar gegna heimastjórnirnar og greiðar samgöngur milli byggðakjarna lykilhlutverki. Austurlistinn er óháð framboð sem boðar stefnu félagshyggjufólks um menntamál, jöfnuð, umhverfis- og atvinnumál. Þá verður sérstök áhersla lögð á að styrkja grunninnviði en jafnframt að nýta sóknarfærin vel,“ segir í tilkynningu frá framboðinu.

Eftirtaldir einstaklingar skipa listann:
1. Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seyðisfirði
2. Kristjana (Ditta) Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
3. Eyþór Stefánsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarfirði eystri
4. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, viðurkenndur bókari og varafulltrúi í sveitarstjórn, Djúpavogshreppi
5. Skúli Björnsson, sjálfstætt starfandi og varabæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
6. Rúnar Gunnarsson, hafnarvörður og formaður bæjarráðs, Seyðisfirði
7. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogshreppi
8. Arna Magnúsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
9. Margrét S. Árnadóttir, starfsmaður í leikskóla, Fljótsdalshéraði
10. Alda Marín Kristinsdóttir, verkefnastjóri, Borgarfirði eystri
11. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
12. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
13. Tinna Jóhanna Magnusson, kennari og mastersnemi í miðaldafræðum, Borgarfirði eystri
14. Friðrik Bjartur Magnússon, yfirbruggari, Fljótsdalshéraði
15. Skúli H. Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður og fiskeldisfræðingur, Djúpavogshreppi
16. Iryna Boiko, naglafræðingur, Fljótsdalshéraði
17. Sigrún Blöndal, grunnskólakennari og varabæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
18. Aðalsteinn Ásmundarson, smiður og bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
19. Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Fljótsdalshéraði
20. Irene Meslo, starfsmaður í leikskóla, Djúpavogshreppi
21. Elfa Hlín Pétursdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
22. Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.