VG - kosningar - sept 2021

Héraðsverk endurbyggir hluta Borgarfjarðarvegar

Héraðsverk á Egilsstöðum mun endurbyggja Borgarfjarðarveg á milli Eiða og Laufás. Um er að ræða 14,7 km langan hluta af veginum sem verður malbikaður.

Greint er frá málinu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að við opnun tilboða var Héraðsverk eitt um að bjóða í verkið. Tilboðið hljóðaði upp á 93,4% af áætluðum verktakakostnaði við verkið.

Áætlaður kostnaður nam rúmum 713 milljónum kr. nn tilboð Héraðsverks var upp á rúmar 666 milljónir kr. Fram kemur að verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en í september á næsta ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.