Heitavatnskostnaður hækkar á Seyðisfirði en íbúar gjalda þess ekki

Hugsanlega hafa ekki allir íbúar Seyðisfjarðar orðið þess varir en um liðin mánaðarmót hækkaði heitavatnsgjaldskrá fjarvarmaveitu bæjarins um fimmtán prósent. Kostnaður notenda mun þó ekki hækka.

RARIK, sem rekur fjarvarmaveitu Seyðisfjarðar, óskaði fyrir nokkru formlegs leyfis umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins til að hækka gjaldskrá sína á Seyðisfirði. Orsökin sú að líkt og margir aðrir aðilar á köldum svæðum reiðir fjarvarmaveitan sig á svokallaða ótrygga orku Landsvirkjunar. Landsvirkjun tilkynnti um þriggja til fjögurra mánaða langa skerðingu á sölu slíkrar orku frá miðjum janúar vegna bágrar stöðu í lónum. Fjarvarmaveita Seyðisfjarðar mun því ganga fyrir olíu þangað til skerðingum verður aflétt.

Olía töluvert dýrari kostur en raforka sem skýrir nauðsyn gjaldskrárhækkunar RARIK en heitavatnskostnaður notenda á Seyðisfirði mun þrátt fyrir það ekki hækka. Það skýrist af þeirri ákvörðun ráðuneytisins að á meðan skerðingu vari aukist niðurgreiður ríkisins til íbúanna úr 5,46 krónur per kílóvattsstund í 6,44 krónur. Það er hækkun um rétt tæp átján prósent sem dekkar kostnaðaraukann og lítið eitt betur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.