Áhafnir skipa Eskju: Er það félagslegt réttlæti að hafa af okkur atvinnu?

eskifjordur_eskja.jpg
Áhafnir skipa Eskju á Eskfirði sameinast í mótmælum gegn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þær styðja aðgerðir útvegsmanna sem lagst hafa hart gegn breytingunum.

„Er það „félagslegt réttlæti“ og nýliðun að hafa af okkur atvinnu og gefa til þeirra sem sumir hafa selt sig útúr kerfinu allt að þrisvar sinnum en veiða nú frítt í boði ríkisstjórnar hinna vinnandi stétta?“ er spurt í yfirlýsingu áhafna Jóns Kjartanssonar SU 111, Aðalsteins Jónssonar SU 11 og Hafdísar SU 220.

Þær mótmæla frumvörpunum harðlega og telja að þau „vegi alvarlega að kjörum sjónmanna og setji kjarasamninga þeirra í uppnám. Frumvörpin skapa óvissu, sundrung og munu hafa neikvæð áhrif á laun sjómanna og annars starfsfólks í sjávarútvegi um allt land. 

Við í áhöfnum Jóns Kjartanssonar, Aðalsteins Jónssonar og Hafdísar viljum benda hæstvirtum ráðherrum og þingmönnum á að við og okkar fjölskyldur erum líka hluti af íslensku þjóðinni – við höfum okkar lifibrauð að því að veiða isk, við erum atvinnumenn í þeirra grein. Við munum aldrei sætta okkur við að í nafni „félagslegs réttlætis“ verði störf okkar gerð að engu og kjör okkar rýrð – einungis til að færa einhverjum öðrum!“

Áhafnarmeðlimir segjast styðja heilshugar við aðgerðir útvegsmanan um allt land enda sé þarft að kynna málin betur. Skorað er á stjórnvöld að draga frumvörpin til baka og ná sáttum við þá sem eiga lífskomu sína undir veiðum og vinnslu.

Samkvæmt úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á áhrifum upphaflega tillagana um veiðileyfagjald yrði Eskja eitt af þeim fyrirtækjum sem ekki myndi þola auknar álögur og yrði að líkindum gjaldþrota.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.