Göt á eldiskví í Berufirði

Engir strokulaxar hafa náðst eftir að sjö göt uppgötvuðust á eldiskví Fiskeldis Austfjarða. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar munu á næstunni skoða aðstæður og fara yfir viðbrögð fyrirtækisins.

Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun lét Fiskeldi Austfjarða vita af því í gær að við köfun hefðu sjö göt hefðu fundist á kví í fiskeldinu við Glímeyri.

Stærsta gatið var 15 sm langt og 2 sm breitt og á eins metra dýpi. Fimm göt voru 6x2 sm og eitt 2x2. Kvíin var heil þegar hún var skoðuð við köfunareftirlit fyrir þremur vikum.

Um 150 þúsund laxar voru í kvínni og meðalþyngd þeirra 530 grömm. Í samráði við Fiskistofu lagði Fiskeldi Austfjarða út net til að kanna hvort laxar hefðu strokið úr kvínni. Enginn lax hefur veiðst og hefur veiðiaðgerðunum verið hætt.

Atvikið er til meðferðar hjá Matvælastofnun og munu eftirlitsmen hennar skoða aðstæður hjá Fiskeldinu og fara yfir viðbrögð þess. Búið er að gera við kvínna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.