Góðar gjafir gjörbreyta aðstöðu heilsugæslunnar á Vopnafirði

Aðstandendur allra fyrsta hjúkrunarfræðingsins sem starfaði á heilsugæslustöð Vopnafjarðar komu færandi hendi nýverið og gáfu heilsugæslunni á staðnum bæði fjölnota upplýsingaskjá og sérstakan rafdrifinn stól. Stóllinn sérstaklega mun gjörbreyta vinnuaðstöðu heilsugæslunnar.

Hún hét Adda Tryggvadóttir og var fyrsti hjúkrunarfræðingurinn á heilsugæslu Vopnafjarðar á sínum tíma en féll skyndilega frá vegna veikinda aðeins 41 árs gömul þann 20. nóvember árið 2002. Það var til minningar um hana sem fjölskyldumeðlimir hennar ákváðu sama dag tuttugu árum síðar, 20. nóvember 2022, að hefja 500 kílómetra göngu henni til heiðurs og safna áheitum á meðan.

Þau áheit auk annarra styrkja skiluðu sér í gjöfunum fyrir skemmstu. Þar annars vegar fjölnota upplýsingaskjár sem settur hefur verið upp í móttöku heilsugæslunnar og umræddur rafdrifinn stóll. Sá nýtist sérstaklega vel fái einstaklingur blóðþrýstingsfall enda hægt að velta honum, hækka og lækka eftir þörfum en hann nýtist ennfremur afar vel til lyfjagjafa eða blóðtöku auk annars.

Á myndinni má sjá forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands taka mót gjöfunum. Frá vinstri Baldur læknir, Steinunn hjúkrunarfræðingur, Úlfur Aðalbjörn barnabarn Öddu og tengdadóttirin Urður, Bjartur sonur Öddu, eiginmaðurinn Aðalbjörn auk Guðjóns Haukssonar, framkvæmdastjóra HSA. Mynd HSA

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.