Ögmundur: Ekki til peningar fyrir nýjum Norðfjarðargöngum á næstunni

ogmundur_jonasson.jpgÖgmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir ljóst að ekki verið ráðist í ný Norðfjarðargöng á næstunni því ekki séu til fjármunir í ríkiskassanum fyrir þeim. Hann segist hafa skilning á afstöðu heimamanna á hversu nauðsynleg framkvæmdin sé.

 

„Það er alveg ljóst að það verður ekki ráðist í gerð Norðfjarðarganga á næstu misserum, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til fjármunir fyrir því. Þetta er nokkuð sem menn þurfa að horfast í augu við og ég tel það óábyrgt að vekja falsvonir hjá fólki þegar að staðreyndirnar tala sínu máli á eins skýran hátt og mögulegt er,“ er haft eftir Ögmundi í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

„Það er orðið ljóst að Oddsskarðsgöngin eru barn síns tíma með öllum þeim óþægindum sem þar eru en þetta er veruleikinn sem við búum því miður við.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.