Gleðjumst saman yfir árangrinum en gætum okkar samt

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur íbúa fjórðungsins til að gleðjast saman yfir góðum árangri í baráttunni við Covid-19 veiruna en minnir um leið á að áfram verði að huga vel að smitvörnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn frá í morgun.

Staðan eystra hefur verið óbreytt frá því á laugardag, tveir í einangrun vegna smits og þrettán í sóttkví.

Bent er á að veðurspáin fyrir Austurland sé afar góð næstu daga sem um leið auki hættuna á að fólk safnist meira saman, svo sem á tjaldsvæðum, sundlaugum, veitingastöðum og víðar. Þess vegna eru bæði íbúar og gestir hvattir til að virða tveggja metra regluna og vera vakandi yfir eigin smitvörnum.

Þá eru einstaklingar sem finna fyrir einkennum hvattir til að halda sig heima og hafa samband við heilsugæslu til að fá frekari leiðbeiningar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.