„Gamla lýsingin var ekki lögleg“

Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á lýsingunni í íþróttahússins á Fáskrúðsfirði. Hefur ljósmagnið verið tvöfaldað og jafnvel þrefaldað þar sem mest lætur.



Lélega lýsingu íþróttasalarins má í megindráttum rekja til þess að stuðst var við óbeina lýsingu í sitt hvorri hlið salarins. Fyrir vikið hefur verið heldur skuggsýnt í salnum, ekki hvað síst í skammdeginu þegar sólarljóssins nýtur ekki við.

Nú hefur um 50 nýjum ljósum hefur verið komið fyrir í lofti salarins, auk þess sem einnig hefur verið sett upp ljósastýringarkerfi svo laga megi lýsingu að því sem fram fer í húsinu hverju sinni. Kerfið býður þannig upp á æfingalýsingu og keppnislýsingu svo að dæmi séu tekin.Árangurinn lætur ekki á sér sér standa, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.


Breytingin er gífurleg

Ölver Jakobsson hefur verið forstöðumaður íþróttahússins síðan í desember 1997.

„Ég hef verið hér frá upphafi, byrjaði um leið og húsið var vígt og hef ekki ratað út síðan,“ sagði Ölver í samtali við Austurfrétt.

„Gamla lýsingin var ekki lögleg og það stóð alltaf til þess að laga hana en það varð ekkert úr því fyrr en núna, enda kostnaðurinn talsverður.

Breytingin er gífurleg, mun betri en maður þorði einu sinni að vona. Ætli öll íþróttaafrek verði ekki upp á við úr þessu, það er ég viss um,“ segir Ölver.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.