Fyrsti makrílfarmur vertíðarinnar kominn til Vopnafjarðar

Venus NS kom með fyrsta makrílfarminn sem berst til Austfjarða á þessari vertíð til Vopnafjarðar í gærkvöldi.

„Fiskurinn er fínn, við erum bæði að flaka og heilfrysta,“ segir Magnús Róbertsson, framleiðslustjóri HB Granda á Vonafirði.

Venus fór til veiða á sunnudag og kom á tíunda tímanum í gærkvöldi til Vopnafjarðar með rúmlega 300 tonn. Stefnt er að því að klára að landa úr skipinu í nótt og fer það þá fljótt aftur til veiða.

Vinnsla hófst strax á makrílnum í nótt og hefur gengið vel að sögn Magnúsar.

Annað skip HB Granda, Víkingur AK, er á veiðum á miðunum suður af Vestmannaeyjum. Þar er einnig skip Loðnuvinnslunnar, Hoffell og þangað stefnir Aðalsteinn Jónsson sem hélt úr heimahöfn á Eskifirði klukkan tíu í morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar