Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Djúpavogi

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands á þessu sumri, National Geographic Explorer, lagðist að bryggju í Gleðivík við Djúpavog í síðustu viku.

skemmtiferdaskip_djupivogur.jpgSkemmtiferðaskipið National Geographic Explorer var á Djúpavogi þriðjudaginn 18. maí síðastliðinn, daginn áður en skemmtiferðaskipið Athena lagðist að á Seyðisfirði. Skipið lagðist að í Gleðivík klukkan 07:00 að íslenskum tíma og fór héðan um klukkan 20:00 um kvöldið. Skipið er 6471 brúttótonn og tekur 148 farþega. Flestir farþeganna fóru í skipulagðar ferðir í Jökulsárlón og á Vatnajökull, einnig fóru fjölmargir út í Papey.  Von er á skipinu aftur til Djúpavogs 1. júní næstkomandi.

Ámyndinni sést skipið National Geographic Explorer við bryggju í Gleðivík og í forgrunni er hluti af listaverki Sigurðar Guðmundssonar myndlistamanns, Eggin í Gleðivík, sem staðsett er við höfnina Gleðivík, en Sigurður á hús á Djúpavogi og dvelur þar hluta úr árinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.