Fundi um Hálendisþjóðgarð frestað

Vegna versnandi veðurspár hefur verið ákveðið að fresta kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðherra um frumvarp hans um Hálendisþjóðgarð sem halda átti á Egilsstöðum annað kvöld.

Til stóð að ráðherrann færi af stað keyrandi norður í land í dag og yrði eystra seinni partinn á morgun. Veðurstofan hefur hins vegar gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt fram til morguns og því verður ekki af fundunum.

Ný tímasetning hefur ekki verið ákveðin en verður auglýst á næstu dögum.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði frá því klukkan 19 í kvöld til 8 í fyrramálið. Gert er ráð fyrir suðvestanstormi, 18-25 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt er að vera á ferðinni á ökutækjum sem taka á sig vind og fólk er hvatt til að huga að lausamunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.