Fundað í dag um framhaldið á Seyðisfirði

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands og almannavarnir funda í dag um stöðuna á Seyðisfirði. Áfram mælist skrið á jarðvegsfleka utan við Búðará.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er svipuð hreyfing á mælipunktunum í flekunum og verið hefur yfir helgina. Sá sem lengra hefur hreyfst hefur hliðrast um 15 sm. frá því um síðustu helgi.

Lítið rigndi um helgina og takmörkuð úrkoma er í veðurspám næstu daga.

Fundað verður í dag klukkan þrjú um framhaldið og hvað hægt sé að gera varðandi íbúa níu húsa við ána sem rýmd voru fyrir viku í ljósi þess að hreyfingin er stöðug, hvorki vex né minnkar. Tilkynning verður send út eftir fundinn um niðurstöðuna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.