Fullkomið brúðkaup aftur á dagskrá

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að halda níu sýningar á leikritinu Fullkomið brúðkaup. Frumsýning verður þann 23. janúar á Iðavöllum.

„Hæ, nú verður tekinn upp þráðurinn frá því í haust, en þá tókst ekki að frumsýna Fullkomna brúðkaupið. Leikhópurinn hefur beðið með orðin á vörunum síðan þá og nú er komið að því,“ segir Guðjón Sigvaldason leikstjóri í færslu á Facebook síðu sinni. „Hlökkum til að sjá fólk í leikhúsinu okkar.“

Eins og kunnugt er var ákveðið að hætta við sýningar á leikritinu í lok október í fyrra þar sem grunur um COVID smit kom upp í leikhópnum. Ekki var þó um smit að ræða.

Sýningar á leikritinu verða á hverju kvöldi kl. 20.00 fram til 31. janúar þegar lokasýningin verður.

Gímuskylda og takmarkaður sætafjöldi er í sal.

Öll miðasala fer fram á tölvupósti þ.e. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Ekki verður hægt að kaupa miða á staðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.