Fréttaskjárinn horfinn af sviðinu

seyis_vefur.jpg
Útgáfu fréttablaðsins Fréttaskjásins á Seyðisfirði var hætt um áramótin eftir um þrjátíu ára útgáfu sögu. Bæjarstjórinn segir eftirsjá af blaðinu.

Þau Jóhann Hansson og Hrefna Vilbergsdóttir hafa haft veg og vanda af útgáfunni undir nafni Fjölritunarstofunnar Kópíu en Jóhann hefur jafnan verið titlaður ritstjóri. Efni blaðsins hafa verið tíðindi úr heimabyggð, leiðari, getraunaseðill helgarinnar og landanir fiskibáta svo dæmi séu nefnd.

Í áramótaávarpi sínu lýsti Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, eftirsjá sinni af blaðinu. „Það verða viðbrigði og víst er að Seyðfirðingum verður eftirsjá af honum. Ef til vill er óskhyggja að tala um kaflaskipti því það krefst hugsjóna og þolgæðis að halda úti útgáfu blaðs í ekki stærra byggðarlagi og verður varla mjög ábatasamt.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.