Forsetinn þakklátur fyrir hlýjar móttökur í Fjarðabyggð – Myndir

Þriggja daga opinberri heimsókn hr. Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Fjarðabyggðar lauk í gær. Forsetinn kom víða við í heimsókn sinni og segist þakklátur fyrir að hafa alls staðar mætt hlýju, gestrisni og góðvild.

„Mér þótti afskaplega vænt um þær hlýju móttökur sem maður fékk, hvar sem maður kom. Mér fannst takast vel hjá skipuleggjendum heimsóknarinnar að vefa saman þá þræði sem þurfa að vera til staðar í öflugu samfélagi, svo sem atvinnulíf, menningu, menntun, heilbrigðisþjónustu og afþreyingu.“

Við fórum frá einum stað til annars þótt mér þyki erfitt og ósanngjarnt að nefna einn stað sem hafi staðið upp úr umfram aðra. Heimsóknirnar í skólanna eru minnisstæðar. Krakkarnir voru hressir og opinskáir en kurteisir og settu á svið atburði sem þeir höfðu undirbúið.

Heimsókn sem þessi gegnir því hlutverki fyrir mig, í þessu embætti, að fræðast um mannlíf, menningu og staðhætti en ég vona líka um leið að heimsóknin hvetji fólk til dáða.

Ég sannfærðist enn frekar um að Fjarðabyggð er öflugt samfélag. Það glímir vitaskuld við vandamál og áskoranir og það er ýmislegt sem ekki er rætt í svona heimsókn enda viðfangsefni stjórnmálanna en ekki forsetans að ráða bót á. Stundum er hægt að snúa smæðinni í styrk. Við hittum hér fólk með marga hatta á höfði og ég held að þessi augljósa þörf fyrir að fólk bjargi sér sjálft eftir besti getu geti eflt samfélagið.

Tilgangur heimsóknar sem þessarar er öðrum þræði sá að fólk finni að það er meira sem sameinar okkur á þessu landi en það sem skilur okkur að,“ sagði Guðni í samtali við Austurfrétt í lok heimsóknarinnar.

Meðal annars var íbúum í Fjarðabyggð boðið á fjölskyldusamkomu með forsetanum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Þar afhenti hann sveitarfélaginu gjöf, ljósmynd úr ferð þáverandi forseta, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, til Fjarðabyggðar árið 1999. Sveitarfélagið færði honum á móti Fáskrúðsfjarðarsögu.

Vill setja aðstöðumun barna í íþróttum á dagskrá


Aðspurður um hvernig forsetinn fari þó með þær upplýsingar sem hann færi í heimsókn sem þessari og fylgir þeim eftir nefndir Guðni að forsetinn hafi dagskrárvald og geti rætt málefni sem honum þyki sérstök þörf á.

„Með svona heimsókn fáum við á tilfinninguna hvernig líf almennings er í stórum dráttum í sveitarfélaginu. Síðan geta sérstök málefni verið nefnd við okkur. Í heimsókninni í Alcoa Fjarðaál spjallaði ég góða stund við mann, sem sinnir íþróttastarfi ungmenna. Sá nefndi aðstöðumun landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins vegna ferðakostnaðar.

Við vissum báðir að það er ekki í verkahring forseta en ég hef samt ákveðið að nefna þetta næst þegar ég hitti forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins eða flyt ávarp þar sem íþrótta- og æskulýðsmál ber á góma. Ég hef enga töfralausn en finnst brýnt að við jöfnum aðstöðuna eftir bestu getu. Þetta mál er dæmi um hverju svona heimsókn getur skilað,“ segir Guðni.

Íbúar sjá forsetann oftar


Guðni heimsótti sjúkrahús, öldrunarheimili, skóla, stofnanir og fyrirtæki í ferðinni. „Því verður ekki neitað að þegar ég fer í atvinnufyrirtæki geta vaknað ýmsar spurningar. Sjókvíaeldi er umdeilt en ég kynnti mér starfsemi Fiskeldis Austfjarða og fannst það sjálfsagt. Við vitum líka að harðvítugar deilur voru um virkjanir og verksmiðjuna sem reis en það er líka staðreynd að hér sköpuðust mörg störf, bæði í henni beint en líka í kring og það var fróðlegt fyrir mig að fá upplýsingar um það,“ sagði Guðni.

Dagskráin var stíf enda hafði forsetinn og fylgdarlið hans viðkomu á ríflega 30 stöðum. Tímaáætluninni var ítarlega fylgt. „Það er nauðsynlegt, um leið og áætlun raskast á einum stað gerist það líka annars staðar og maður vill ekki láta fólk bíða eftir sér.

Í grunninn eru þessar heimsóknir svipaðar og þær hafa verið í áranna rás. Þegar fyrstu forsetar lýðveldisins héldu til dæmis austur á firði þá voru það markverðari viðburðir því fólk var þá kannski að hitta forsetann í fyrsta og eina skiptið. Þegar ég fór í skólanna var viðkvæðið oft að við hefðum hist á fótboltamóti eða ég sést í sjónvarpinu.

Það sem er óbreytt og verður vonandi áfram er sú hlýja, gestrisni og góðvild sem ég mæti í þessu hlutverki – og kann sannarlega vel að meta.“

Myndir: Jessica Auer og Haraldur Líndal Haraldsson

344008165 244854724877566 8822702467183667689 N Web
344041110 1444752813007931 3052072467820130668 N Web
344055493 2322637844792399 2227426219860379712 N Web
344082560 784971139577062 7292917671304222838 N Web
344179289 228150509827843 1318563820022836301 N Web
344195059 1214290832608401 1756635206155632054 N Web
344210855 766633104938570 8792881747505811471 N Web
344230304 539853025023624 1614054969569485153 N Web
344328089 556162403266406 8313093048440424030 N Web
344538785 1175780399750048 610239149994378936 N Web
344585266 620155223467952 768597539787776683 N Web
345987243 273047031736795 7861039290731193488 N Web
346063023 232415942745492 6961186950799952123 N Web
346099010 1174720557262376 4977784152670926919 N Web
346109264 243076071646045 929069364447364599 N Web
Gudni Jessica 0001 Web
Gudni Jessica 0002 Web
Gudni Jessica 0003 Web
Gudni Jessica 0004 Web
Gudni Jessica 0005 Web
Gudni Jessica 0006 Web
Gudni Jessica 0007 Web
Gudni Jessica 0008 Web
Gudni Jessica 0009 Web
Gudni Jessica 0010 Web
Gudni Jessica 0011 Web
Gudni Jessica 0012 Web
Gudni Jessica 0013 Web
Gudni Jessica 0014 Web
Gudni Jessica 0015 Web
Gudni Jessica 0016 Web
Gudni Jessica 0017 Web
Gudni Jessica 0018 Web
Gudni Jessica 0019 Web
Gudni Jessica 0020 Web
Gudni Jessica 0021 Web
Gudni Jessica 0022 Web
Gudni Jessica 0023 Web
Gudni Jessica 0024 Web
Gudni Jessica 0025 Web
Gudni Jessica 0026 Web
Gudni Jessica 0027 Web
Gudni Jessica 0028 Web
Gudni Jessica 0029 Web
Gudni Jessica 0030 Web
Gudni Jessica 0031 Web
Gudni Jessica 0033 Web
Gudni Jessica 0035 Web
Gudni Jessica 0034 Web
Gudni Jessica 0032 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.