Fólki í sóttkví fjölgar á Austurlandi

Fæst COVID-19 smit landsins eru á Austurlandi en aðeins eru fjórir sem stendur í einangrun.

Bættist því aðeins einn einstaklingur á Austurlandi í hóp þeirra sem eru í einangrun í gær. Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða 724 og næstmest á Suðurlandi þar sem 76 eru í einangrun.


Þrátt fyrir að aðeins eitt smit hafi bæst við á Austurlandi í gær hefur fjölgað nokkuð í hópi þeirra sem þurfa að vera í sóttkví. Í gær voru sex í sóttkví á Austurlandi en í dag eru þeir orðnir 18.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.