Flugvélin sem leitað var að fundin
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. júl 2023 20:04 • Uppfært 09. júl 2023 20:09
Flugvélin, sem leitað hefur verið að á Geitdalsafrétt í kvöld, er fundin. Þrír einstaklingar voru um borð. Ekki er upplýst um afdrif þeirra.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Áætlunarflugvél Icelandair kom auga á það sem gat verið vélin. Ferðaþjónustuþyrla úr Möðrudal staðfesti svo fundinn og fundarstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki.
Björgunarsveitir af öllu Austurlandi voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá vélinni um klukkan hálf sex í kvöld. Á áttunda tímanum var staðfest að vélin væri fundin.
Flugmaður og tveir farþegar voru um borð. Á þessari stundu er ekki hægt að upplýsa um afdrif þeirra.
Frá leitinni í kvöld. Mynd: Aðsend