Flætt inn í flesta kjallara við Lónið

Ár og lækir á Seyðisfirði eru í miklum ham og flæðir yfir bakka sína. Starfsmenn áhaldahúss kaupstaðarins hafa haft í nógu að snúast við að dæla úr kjöllurum húsa í dag.


„Staðan er vægt til orða tekið slæm. Það kemur óhemju mikið vatn ofan úr fjöllunum,“ segir Kristján Kristjánsson, staðgengill bæjarverkstjóra á Seyðisfirði.

Þegar Austurfrétt ræddi við Kristján á áttunda tímanum í kvöld var farið Dagmálalækut farin að flæða yfir Garðarsveg en við hann stendur meðal annars leikskólinn og knattspyrnuvöllurinn.

Starfsmenn áhaldahússins hafa í dag aðstoðað íbúa húsa við Lónið til að dæla úr kjöllurum. „Það flæddi inn í flesta kjallara. Dælukerfið hefur ekki haft undan.“

Ekki er vitað um neinar aurskriður en veginum út fjörðinn að Hánefsstöðum var lokað vegna vatnavaxta.

Úrkoman frá miðnætti á Seyðisfirði eru um 130 millimetrar samkvæmt tölum frá Veðurstofunni, hin mesta á landinu. Kristján segir heldur vera farið að draga úr regninu inni í bænum.

Garðarsvegur um kvöldmatarleytið. Mynd: Kristján Kristjánsson

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var mishermt að Fjarðará flæddi upp á Garðsveginn. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.