Fjölmenni á fyrirlestri á vegum Eramus+

Fjöldi ungmenna sótti fyrirlestur á vegum Erasmus+ nýlega þar sem kynntir voru margskonar styrkir sem standa ungmennum til boða.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að kynningin fór fram í þremur félagsmiðstöðvum í einu; Í Nýung á Egilsstöðum og í gegnum fjarfundarbúnað í Zíon á Djúpavogi og Lindinni á Seyðisfirði.

„Það sem heillaði mig mest af því sem kynnt fyrir okkur var sennilega hvað þau eru að styrkja mikið af utanlandsferðum fyrir ungmenni,“ sagði Guðrún Lára Einarsdóttir, varaformaður Ungmennaráðs Múlaþings, eftir fyrirlesturinn.

„Það eru svo margir möguleikar í boði, til dæmis ólík sjálfboðaliðastörf víðsvegar í heiminum og svo ungmennaskiptaverkefni þar sem við gætum búið til hóp hér á Egilsstöðum til dæmis, farið með hann eitthvert til útlanda að hitta önnur ungmenni og fræðst um lífið þeirra þar. Seinna mynd þau sem við hittum svo koma hingað austur til okkar. Það hljómar mjög skemmtilega og er pottþétt mjög lærdómsríkt.“

Mynd: Múlaþing

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.