Fjöldi Austfirðinga bólusettur á morgun

Covid-19 smitum meðal bólusettra hérlendis hefur fjölgað töluvert undanfarnar vikur. Í ljós hefur komið að stærsti hluti þeirra sem smitast eru úr hópi þeirra sem fengu bóluefni frá Janssen.

Af þeirri ástæðu hefur verið ákveðið að bjóða þeim sem fengu Janssen einn aukaskammt af Pfizer. Þessi bólusetning hefur verið kölluð örvunarbólusetning.


900 Austfirðingar sem hafa fengið bólusetningu af Janssen hafa verið boðaðir í bólusetningu á morgun með aukaskammti af Pfizer. Þá er stefnt að því að þessari aukabólusetningu verði lokið í næstu viku ef vel gengur að fólk til að mæta.


Bólusetningunni verður því lokið nokkuð fyrr á Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu þar sem gefið hefur verið út að stefnt sé að því að örvunarbólusetningunni verði lokið um 20. ágúst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.