Fjarðabyggð: Fjármálastjórinn hætti eftir þrjá daga í starfi

fjaragbyggarlg.jpg
Nýr fjármálastjóri Fjarðabyggðar kom til starfa eftir verslunarmannahelgina og hætti í lok þeirrar viku. Framundan er fjárhagsáætlanagerð hjá sveitarfélaginu.

Austurglugginn greinir frá þessu og segir Indriða Indriðason, sem ráðinn var eftir umsóknarferli hjá Capacent, hafa hætt eftir þrjá daga í starfi „af persónulegum ástæðum.“

Haft er eftir Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra, að engin ákvörðun hafi verið tekin um ráðningu nýs fjármálastjóra. Fjárhagsáætlanagerð sé framundan og þá sé erfitt að vera án fjármálastjórans en reyndir starfsmenn sé til staðar á fjármálasviðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.