Fjallvegum væntanlega lokað á morgun

Búast má við að helstu fjallvegir á Austurlandi verði lokaðar frá morgni miðvikudags frá í birtingu á fimmtudag, gangi veðurspár eftir.

Vegagerðin hefur uppfært áætlanir sínar um lokanir á vegum. Til þessa hefur ekki verið reiknað með lokunum á Austurlandi en nú hafa þær bæst við.

Gert er ráð fyrir að Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Sandvíkurheiði verði lokuð frá klukkan sex í fyrramálið þar til níu á fimmtudagsmorgunn. Sömu sögu er að segja af leiðinni milli Víkur í Mýrdal og Djúpavogs.

Búist er við að lokanir á Fjarðarheiði og Vatnsskarði vari frá klukkan átta á miðvikudagsmorgni til klukkan átta á fimmtudegi. Þá er reiknað með að Fagridalur verði lokaður frá klukkan tíu á miðvikudegi til klukkan sjö á fimmtudegi.

Lögreglan á Austurlandi hefur beint þeim tilmælum til íbúa að fylgjast vel með fréttum af veðri og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur sent frá sér viðvörun um að líkur séu á að skólahald raskist. Tilkynningar um það verða sendar út á Facebook-síðu og heimasíðu Fjarðarbyggðar fyrir klukkan 6:30 í fyrramálið. Þegar er ljóst að allur skólaakstur fellur niður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.