Finnst ólíklegt að flugumaðurinn hafi verið á Vaði

markkennedy.jpgGréta Ósk Sigurðardóttir, húsfreyja á Vaði í Skriðdal, telur ólíklegt að breski flugumaðurinn Mark Kennedy hafi verið meðal mótmælenda sem gistu um tíma á túni á jörðinni sumarið 2005.

 

„Ég man ekki eftir þessum manni. Mér finnst ekki líklegt að hann hafi verið hér,“ sagði Gréta í samtali við Agl.is.

Saving Iceland samtökin hafa staðfest að Kennedy, sem ferðaðist undir nafninu Mark Stone, hafi sumarið 2005 tekið þátt í mótælum hérlendis gegn stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi. Hópurinn dvaldi fyrst inni við Kárahnjúka en flutti sig síðan yfir í Skriðdal.

Kennedy sigldi undir fölsku flaggi í hópi umhverfismótmælenda í sjö ár en hann var í raun lögreglumaður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.